Frumtak kaupir hlut í ICEconsult

Frá undirskrift samningsins
Frá undirskrift samningsins

Frumtak hefur fest kaup á hlut í ICEconsult hf.  ICEconsult hefur þróað hugbúnað og aðferðafræði til að stýra stoðþjónustu fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, þjónustufyrirtæki og verslanakeðjur.

Segir í fréttatilkynningu að kostnaður fyrirtækja í stoðþjónustu sé um 10 – 20 % af rekstarkostnaði þeirra. Þetta er kostnaður fyrirtækjanna við fasteignir, búnað, ræstingu, orku, öryggisvöktun o.s.frv.

ICEconsult hefur samið um dreifingu á MainManager hugbúnaði sínum í Danmörku, Englandi og Möltu, og ráðgerir slíkt hið sama í Noregi og Svíþjóð.

Frumtak er samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex af stærstu lífeyris­sjóðum landsins og þriggja banka. Frumtak fjárfestir í nýsköpunar- og sprota­fyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar.  Markmið Frumtaks er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta, samkvæmt tilkynningu.

Vefur ICEconsult

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK