Áætlanir stjórnenda Actavis stóðust ekki

Róbert Wessman var látinn fara frá Actavis meðal annars vegna …
Róbert Wessman var látinn fara frá Actavis meðal annars vegna þess að í ljós kom að áætlanir stjórnenda stóðust ekki mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þegar eigendur Actavis kynntust betur starfsemi félagsins eftir að það var afskráð af markaði kom í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda stóðust engan veginn. Þá um leið breyttust allar viðskiptalegar forsendur  yfirtökunnar, að því er  fram kemur á vef sem Björgólfur Thor Björgólfsson hefur opnað um viðskipti sín á Íslandi.

Segir Björgólfur að þetta hafi gerst veturinn 2007 – 2008. Til viðbótar komu upp víðtæk gæðavandamál í einni verksmiðju félagsins í Bandaríkjunum sem hafði í för með gífurlegt tekjutap fyrir félagið og orðsporsvanda á þessu mikilvægasta markaðssvæði félagsins.

Við úrlausn þessara vandamála var m.a. gripið til þess að víkja forstjóra félagsins frá árinu 2002, Róberti Wessmann, úr starfi og var aðstoðarforstjórinn Sigurður Óli Ólafsson ráðinn í hans stað.

Segir Björgólfur Thor að rekstur Actavis hafi gengið vel undanfarið ár og  áætlanir félagsins staðist. Þá eru afkomuspár félagsins mjög jákvæðar. Eins og fram hefur komið í fréttum eru skuldir félagsins vegna yfirtökunnar 2007 verulegar og því ekki vandalaust að sigla félaginu á kyrran sjó, segir enn fremur á vef Björgólfs Thors. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK