Vísar ummælum Páls á bug

Talsmaður Arion banka vísar ummælum útvarpsstjóra á bug sem fráleitum
Talsmaður Arion banka vísar ummælum útvarpsstjóra á bug sem fráleitum Ómar Óskarsson

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sagði í viðtali við Viðskiptablaðið í gær að Arion banki „láti það viðgangast að svo gott sem allt auglýsingafé stærstu verslanakeðju landsins renni óskipt til 365, þvert á öll viðskiptasjónarmið.“ Ummælin lét hann falla vegna spurningar blaðamanns um stöðuna á fjölmiðlamarkaði, og niðurskurðar þess sem átt hefur sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarið. 

Helga Þóra Eiðsdóttir, forstöðmaður á skrifstofu bankastjóra Arion banka, segir þetta af og frá. „Eins og þetta hefur verið hjá Arion banka höfum við ekkert blandað okkur í daglegan rekstur Haga. Við megum ekki samkvæmt Samkeppniseftirlitinu skipta okkur af daglegum rekstri félagsins. Hagar eru sjálfstætt eignarhaldsfélag og í stjórn Haga sitja óháðir aðilar. Við komum ekkert að því hvernig þeir nota sitt auglýsingafé, hvar þeir eru að auglýsa,“ segir Helga.

Páll er harðorður í garð Arion banka og segir stjórnendur bankans horfa á rekstur Haga, sem hann segir til hagsbóta fyrir Jón Ásgeirs, en á kostnað eigenda, „eins og naut á nývirki.“

„Við skiptum okkur ekki af því hvar verslanir Haga auglýsa, það er bara fráleitt. Þetta er ekki eitthvað sem kemur hér inn á borð, og enginn hefur neitt um það að segja innan bankans,“ segir Helga.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hafði ekki kynnt sér ummæli Páls og vildi ekki tjá sig um þau.

Hagar í ágætum samskiptum við RÚV

Segir Landsbankann hafa staðið á bakvið Jón Ásgeir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK