Krefjast bóta vegna eldgossins í Eyjafjallajökli

Frönsk flugfélög krefja frönsk stjórnvöld um 51 milljón evra,  7,8 milljarða króna, vegna kostnaðar við tilraunaflug  og að senda vélar eftir frönskum strandaglópum víða um heim vegna eldgossins í Eyjafjallajökli í apríl sl.

Í franska blaðinu Le Parisien greinir frá þessu í dag en talið er að öskuskýið sem fylgdi eldgosinu hafi kostað frönsk flugfélög um 200 milljónir evra, 30,5 milljarða króna.

Um er að ræða kostnað vegna 32 tilraunafluga þar sem áhrif eldgosaöskunnar voru könnuð og kostnað við að senda 152 tómar vélar eftir frönskum strandaglópum, samkvæmt frétt blaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK