Kvikmyndafyrirtækið Metro-Goldwyn-Mayer (MGM) hefur óskað eftir því við lánveitendur að félagið fái heimild til nauðasamninga. Þetta kemur fram í frétt bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal.
Skuldir MGM nema um fjórum milljörðum Bandaríkjdaladala en ástæðuna má rekja til skuldsettrar yfirtöku á félaginu fyrir fimm áum síðan. MGM hefur verið til sölu í nokkra mánuði án þess að ásættanlegt tilboð hafi borist.