Losnar undan 25 milljarða skuld

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Jim Smart

Glitnir og Kaupþing lánuðu Eglu Invest BV., hollensku félagi í eigu Ólafs Ólafssonar, tugi milljarða króna á árinu 2008 gegn veðum í bréfum hans í Kaupþingi. Nú er staðfest að ekkert mun fást upp í þá skuld. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

25 milljarða skuld Eglu Invest BV, við Glitni og Kaupþing mun aldrei verða greidd. Egla Invest, sem er skráð í Hollandi, var í eigu Ólafs Ólafssonar og fékk upphæðirnar lánaðar á árinu 2008 til að borga upp lán hjá Citibank sem sætti veðkalli.

Það lán hafði verið veitt til Ólafs til að endurfjármagna hlutabréfaeign hans í Kaupþingi. Einu veðin sem íslensku bankarnir tóku voru í bréfunum sjálfum. Þar sem þau eru nú verðlaus mun skuldin, sem liggur hjá skilanefndum bankanna, aldrei verða greidd.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK