Glitnir og Kaupþing lánuðu Eglu Invest BV., hollensku félagi í eigu
Ólafs Ólafssonar, tugi milljarða króna á árinu 2008 gegn veðum í bréfum
hans í Kaupþingi. Nú er staðfest að ekkert mun fást upp í þá skuld. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.
25 milljarða skuld Eglu Invest BV, við Glitni og Kaupþing mun aldrei verða greidd. Egla Invest, sem er skráð í Hollandi, var í eigu Ólafs Ólafssonar og fékk upphæðirnar lánaðar á árinu 2008 til að borga upp lán hjá Citibank sem sætti veðkalli.
Það lán hafði verið veitt til Ólafs til að endurfjármagna hlutabréfaeign hans í Kaupþingi. Einu veðin sem íslensku bankarnir tóku voru í bréfunum sjálfum. Þar sem þau eru nú verðlaus mun skuldin, sem liggur hjá skilanefndum bankanna, aldrei verða greidd.