Auður kaupir Já

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já.is
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já.is mbl.is/ÞÖK

Félag í meirihlutaeigu Auðar I fagfjárfestasjóðs hefur undirritað samning um kaup á Já upplýsingaveitum ehf. af Skiptum hf. Sigríður Margrét Oddsdóttir verður áfram framkvæmdastjóri Já og Katrín Olga Jóhannesdóttir verður stjórnarformaður félagsins. Þær hafa jafnframt keypt hlut í félaginu. 
 
Já annast útgáfu Símaskrárinnar, rekstur 118 og upplýsingavefjarins Já.is.  Fyrir fimm árum var þessi starfsemi færð frá Símanum yfir til Já, sem er sjálfstætt félag.   

Auður I er fagfjárfestasjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum sem hafa vaxtarmöguleika, gjarnan í meirihlutaeigu eða undir stjórn kvenna, eða þar sem aðkoma Auðar getur leyst úr læðingi aukin verðmæti, samkvæmt tilkynningu. 

Rúmlega 20 fjárfestar koma að sjóðnum, þar á meðal flestir af stærstu lífeyrissjóðum landsins auk annarra stofnana- og fagfjárfesta. 
 

Fyrirtækjaráðgjöf Auðar Capital hf. var ráðgjafi í viðskiptunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK