Góður árangur í ríkisfjármálum

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Mikill niðurskurður hefur orðið í opinberum útgjöldum, þrátt fyrir háværar yfirlýsingar um annað, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, en hann setti Skattadag Deloitte í morgun. Steingrímur segir að mikill árangur hafi náðst í því að halda opinberum stofnunum innan viðmiðunarmarka í fjárlögum og að ný skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem kemur út á næstu dögum, staðfesti góðan árangur í ríkisfjármálum hér á landi.

Steingrímur segir að þessi árangur hafi ekki verið sársaukalaus og ekki pólitískt ókeypis, en hann skipti sköpum. Skoða þurfi skatta og skattahækkanir í þessu samhengi og sem hluta af stærri mynd, því hækkanir á sköttum voru hluti af óumflýjanlegum aðgerðum.

Steingrímur segir að þrátt fyrir hækkanir á sköttum séu þeir þó í lægra lagi þegar Ísland er borið saman við önnur Norðurlönd, en vissulega sé fast stigið til jarðar varðandi samanlagða skattlagningu á fjármagnstekjuskatt og auðlegðarskatt, en rétt sé að þeir sem sluppu í gegnum hrunið með miklar eignir axli þyngri byrðar í endurreisn íslensks efnahagslífs. Þá segir hann að tekjuáætlun ríkisins í ár muni standast og því muni ekki rætast þær hrakspár um að með skattahækkunum væri verið að skattleggja skattstofna niður. Segist hann gera ráð fyrir því að allir séu sáttir við þá niðurstöðu.

Steingrímur segir að öll umræða og athugasemdir varðandi skatta og skattalagabreytingar séu góðar og segist fagna þeim. Slíkar athugasemdir og hugmyndir um tæknilegar útfærslur séu, og hafi verið teknar til greina.

Lítið samráð við hagsmunaaðila
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK