Höfnun Icesave hamlar ekki vexti

Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank.
Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn eykur óvissu, að mati greiningardeildar Danske Bank. Nei-íð mun þó ekki hamla hagvexti á Íslandi en skapi meiri óvissu og gæti haft neikvæð áhrif á fjármögnun Íslands og lánshæfismat. 

Danske Bank ráðgerir að verði 3-4% árlegur hagvöxtur á Íslandi á næstu tveimur til þremur áurm. Lars Christianses, forstöðumaður greiningardeildarinnar, kynnir þessa stundina hagspá bankans á morgunverðarfundi á Nordica.

Christiansen sagði að alltaf þegar hann hefði mætt til Íslands hefðu stórir hlutir gerst. Til að mynda var hann á landinu í litlu bankakrísunni snemma árs 2006 og síðan aftur í október. „Getið vinsamlegast verið aðeins skandinavískari og leiðinlegri stundum,“ sagði Christiansen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka