Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn eykur óvissu, að mati greiningardeildar Danske Bank. Nei-íð mun þó ekki hamla hagvexti á Íslandi en skapi meiri óvissu og gæti haft neikvæð áhrif á fjármögnun Íslands og lánshæfismat.
Danske Bank ráðgerir að verði 3-4% árlegur hagvöxtur á Íslandi á næstu tveimur til þremur áurm. Lars Christianses, forstöðumaður greiningardeildarinnar, kynnir þessa stundina hagspá bankans á morgunverðarfundi á Nordica.
Christiansen sagði að alltaf þegar hann hefði mætt til Íslands hefðu stórir hlutir gerst. Til að mynda var hann á landinu í litlu bankakrísunni snemma árs 2006 og síðan aftur í október. „Getið vinsamlegast verið aðeins skandinavískari og leiðinlegri stundum,“ sagði Christiansen.