OECD hækkar hagvaxtarspá

OECD hefur hækkað hagvaxtarspá sína.
OECD hefur hækkað hagvaxtarspá sína.

OECD gerir nú ráð fyrir því að hagvöxtur á Íslandi verið 2,2% á þessu ári og 2,9% á því næsta. Í nóvember spáði stofnunin 1,5% vexti hér á landi á þessu ári og 2,6% á árinu 2012.

OECD segir, að búist sé við hagvexti að nýju á þessu ári sem verði aðallega drifinn áfram af fjárfestingu tengdri orkuframleiðslu og einkaneyslu.

Talsverð óvissa ríki um hvaða áhrif niðurstaða Icesave-atkvæðagreiðslunnar hafi á samskipti Íslands við alþjóðlega fjármálamarkaði og það hvort fjárfestar telji Ísland heppilegan fjárfestingarkost.

OECD segir, að ríkisstjórnin ætti að halda áfram að draga úr ríkisútgjöldum og setja skýr markmið um greiðslu skulda. Afnema eigi gjaldeyrishöft þegar skilyrði leyfa.

Samkvæmt spá OECD verður atvinnuleysi hér á landi 7% á þessu ári og 5,8% á því næsta. 

Umfjöllum OECD um Ísland

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK