18 sagt upp hjá Teris

Teris.
Teris.

Ter­is til­kynnti hópupp­sögn til Vinnu­mála­stof­unn­ar í gær, en fyr­ir­tækið hef­ur sagt upp 18 stars­fmönn­um. Ter­is sér­hæf­ir sig í upp­lýs­inga­tækniþjón­ustu fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki. Sæmund­ur Sæ­munds­son, for­stjóri Ter­is, seg­ir að frá banka­hruni hafi fyr­ir­tækið orðið að draga sam­an segl­in.

Þetta er í þriðja sinn frá ár­inu 2008 sem fyr­ir­tækið til­kynn­ir um hópupp­sögn. Nú starfa um 80 starfs­menn hjá Ter­is, en þegar mest lét voru þeir rúm­lega 180 í lok árs 2007.  

„Í þessu til­viki mun­ar mestu um það þegar Lands­bank­inn yfir tók SpKef spari­sjóð í Kefla­vík í mars. Þá misst­um við ann­an stærsta viðskipta­vin­inn okk­ar. Það veg­ur langþyngst í þess­ari aðgerð núna hjá okk­ur,“ seg­ir Sæmund­ur. Þetta hafi verið mik­il blóðtaka.

Síðast til­kynnti fyr­ir­tækið um hópupp­sögn í apríl 2009 þegar Spron og Spari­sjóður Mýra­sýslu lögðu upp laup­ana. Þá var 35 starfs­mönn­um sagt upp.

Aðspurður seg­ir hann að upp­sagn­irn­ar eigi við störf á öll­um sviðum inn­an fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK