María Rún Hafliðadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustuvers Icelandair.
Þjónustuver Icelandair samanstendur af símaþjónustu félagsins og söluskrifstofunum á aðalskrifstofu Icelandair í Reykjavík og í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli.
María Rún var verkefnisstjóri í þjónustudeild Icelandair 2000–2004 og forstöðumaður þjónustudeildar og þjónustueftirlits Icelandair 2004–2007 áður en hún tók við sem þjónustu- og gæðastjóri hjá Kaupþingi 2007–2008 og fræðslustjóri Vodafone 2010–2011.
María Rún er með viðskiptafræðimenntun frá Háskólanum í Wiesbaden í Þýskalandi.