Ráðin forstöðumaður þjónustuvers

María Rún Hafliðadóttir
María Rún Hafliðadóttir

María Rún Hafliðadótt­ir hef­ur verið ráðin for­stöðumaður þjón­ustu­vers Icelanda­ir.

Þjón­ustu­ver Icelanda­ir sam­an­stend­ur af símaþjón­ustu fé­lags­ins og sölu­skrif­stof­un­um á aðalskrif­stofu Icelanda­ir í Reykja­vík og í Leifs­stöð á Kefla­vík­ur­flug­velli.

María Rún var verk­efn­is­stjóri í þjón­ustu­deild Icelanda­ir 2000–2004 og for­stöðumaður þjón­ustu­deild­ar og þjón­ustu­eft­ir­lits Icelanda­ir 2004–2007 áður en hún tók við sem þjón­ustu- og gæðastjóri hjá Kaupþingi 2007–2008 og fræðslu­stjóri Voda­fo­ne 2010–2011.

María Rún er með viðskipta­fræðimennt­un frá Há­skól­an­um í Wies­ba­den í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK