„Samkeppniseftirlitið hefur verið með málefni Pennans til skoðunar,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins í samtali við mbl.is, þegar kannað er hvort að mál Pennans séu þar uppi á borðum.
Tólf húsgagnaverslanir birtu auglýsingar í Morgunblaðinu í dag þar sem aðkoma Arion banka að Pennanum er sögð skekkja samkeppni á þeim markaði.
Páll segir að innan eftirlitsins hafi verið unnið að því að beina áfram upplýsingabeiðnum og taka upp athuganir í framhaldinu af ábendingum sem eftirlitinu hafi borist. „Þær athuganir eru í gangi,“ segir Páll en vísar að öðru leyti til meðfylgjandi fréttatilkynningar Samkeppniseftirlitsins þar sem farið er yfir aðgerðir þess hvað varðar eignarhald banka almennt á atvinnufyrirtækjum og svo vegna Pennans sérstaklega.