„Við elskum öll hinn nýja „loðna og krúttlega" Alþjóðagjaldeyrissjóð," sagði Martin Wolf, aðalhagfræðingur breska blaðsins Financial Times, í lok pallborðsumræðna á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Hörpu.
Nokkur umræða hafði spunnist í pallborðinu um að sjóðurinn hefði sýnt á sér nýtt andlit í samstarfinu við Ísland.
„Ég óska ykkur góðs og hugsið ykkur afar vel um áður en þið takið upp evruna," sagði Wolf, sem stýrði pallborðsumræðunum. „Ef þið farið á evrusvæðið eruð þið að ganga í Þýskaland."
Hann sagðist hafa lifað afar fróðlegan sólarhring hér á landi og jafnvel orðið fyrir innblæstri. Auk Wolfs tóku þau Gylfi Zoëga prófessor, Paul Krugman hagfræðingur,
Nemat Shafik, aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Simon Johnson hagfræðingur til máls.