Ágreiningur um kröfu Hannesar

Hannes Smárason.
Hannes Smárason.

Krafa Hannesar Smárasonar í  þrotabú gamla Landsbankans, sem  hann hefur lýst sem forgangskröfu, upp á samtals 1,13 milljarða króna hefur enn ekki verið samþykkt af slitastjórn bankans og verður sá  ágreiningur ekki leystur nema fyrir dómstólum.

Það er því ekki rétt, eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag, að Hannes hafi fengið greiddar 350 milljónir króna út úr þrotabúi gamla Landsbankans, en slitastjórn borgaði á miðvikudag út fyrstu hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa að andvirði 432 milljarðar króna. Er það um þriðjungur af samþykktum  forgangskröfum.

Í tilfelli Hannesar voru 350 milljónir króna lagðar inn á geymslureikning. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar Landsbankans, segir í samtali við Morgunblaðið að vegna lagaskyldu sé bankanum skylt að leggja inn á sérstaka geymslureikninga fjárhæðir samsvarandi hlutfalli allra jafnsettra krafna þar til búið er að leysa ágreininginn fyrir dómstólum.

Að sögn Páls var kröfu Hannesar í þrotabú bankans upp á 1,13 milljarða króna hafnað af slitastjórn bankans á síðasta ári þrátt fyrir að Hannes hafi lýst kröfunni sem forgangskröfu.

Hannes byggði kröfulýsingu sína á því að hann taldi sig hafa átt 900 milljón króna innlán hjá Landsbankanum sem ekki var flutt yfir í NBI við uppskiptingu bankanna í októbermánuði 2008. Til viðbótar milljónunum 900 reiknaði Hannes síðan dráttarvexti og annan kostnað sem skilaði alls ríflega 1,1 milljarðs kröfu, sem var jafnframt varakrafa vegna annarrar kröfu á NBI.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK