Jón Björnsson, sem stýrt hefur dönsku stórversluninni Magasin du Nord frá árinu 2004, mun láta af störfum þar í lok janúar. Magasin er nú í eigu bresku verslunarkeðjunnar Debenhams.
Jón tók við forstjórastarfi hjá Magasin eftir að Íslendingar eignuðust fyrirtækið árið 2008. Hann hélt starfinu þótt Debenhams keypti Magasin haustið 2009 af Straumi, sem þá hafði yfirtekið fyrirtækið.
„Ég hef verið svo heppinn, að eigendur fyrirtækisins hafa alltaf stutt stefnu okkar,“ segir Jón við Jyllands-Posten í dag. Hann segir að nú sé rétti tíminn til að skipta um forstjóra vegna þess að samrunanum við Debenhams sé lokið og rekstur Magasin gangi vel.
Stjórnendurnir láta vel af nýafstaðinni jólaverslun. Sala jókst um 4,1% frá árinu 2010 og um 15% frá árinu 2009.
Nýr forstjóri er Frank McKauley en hann hefur starfað hjá Debenhams.