Matsfyrirtækið Moody's birti í dag endurskoðað mat á lánshæfi nokkurra Evrópulanda. Í matinu segir að horfur í Bretlandi, Frakklandi og Austurríki séu neikvæðar.
Lánshæfiseinkunn Ítalíu, Spánar, Portúgals, Slóveníu, Slóvakíu og Möltu var lækkuð.
Moody's segir að veikari staða efnahagsmála í Evrópu ógni þeim tilraunum sem gripið hafi verið til í þeim tilgangi að auka eftirspurn innanlands og einnig þeim kerfisbreytingum sem nauðsynlegt sé að hrinda í framkvæmd.
Moody's efast um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til í þeim tilgangi að styrkja evruna skili tilætluðum árangri.