Hagnaður stærsta banka Frakklands, BNP Paribas, dróst saman um 22% á síðasta ári og er það einkum rakið til þess að bankinn hefur lagt 3,2 milljarða evra á afskriftarreikning vegna tapaðra útlána til Grikklands. Nam hagnaður BNP Paribas 6,05 milljörðum evra, 982 milljörðum króna.
En eins hefur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum haft áhrif til hins verra á afkomu bankans.
BNP Paribas ætlar að greiða hluthöfum 1,20 evrur á hlut í arð en tveir aðrir stórir franskir bankar, Société Géneralé og Credit Agricole, ætla ekki að greiða hluthöfum arð í ár.