Samið við Walker

Iceland Foods
Iceland Foods

Landsbanki Íslands hf. og Glitnir hf. hafa gert samkomulag við fyrirtæki í eigu
yfirstjórnenda Iceland Foods, að meðtöldum forstjóranum Malcolm Walker, um
sölu á hlutafjáreign bankanna í Iceland Foods.

Búist er við að skrifað verði undir kaupsamning á næstunni og munu bankarnir gefa út tilkynningar um framgang mála. Framangreint samkomulag er í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Landsbanka Íslands hf. um söluferli á hlut bankans í Iceland Foods með það að
markmiði að hámarka virði eignarhlutans í félaginu.

Fram kom á vef Telegraph í gærkvöldi að Walker hefði boðið 1,5 milljarð punda í Iceland sem er það verð sem vonast var til að fá fyrir keðjuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK