Malcolm Walker keypti Iceland

Iceland verslun
Iceland verslun

Slitastjórn Landsbankans tilkynnti í dag sölu á allri hlutafjáreign Landsbanka Íslands hf. í verslunarkeðjunni Iceland Foods Limited til Oswestry Acquico Limited, sem er félag í eigu yfirstjórnenda Iceland Foods, að meðtöldum forstjóranum Malcolm Walker, og annarra fjárfesta.

Í tilkynningu frá slitastjórninni segir að söluverðið miðist við að heildarverðmæti Iceland Foods sé 1.550 milljónir sterlingspunda. „Slitastjórn LBI telur söluna í fullu samræmi við markmið hennar um að hámarka virði eignarhluta bankans í félaginu og skila bestu mögulegu endurheimtum til kröfuhafa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK