Samkvæmt nýrri rannsókn sem Friðrik Eysteinsson vann og kynnti nýlega telja forstjórar og framkvæmdastjórar sem sem gegna starfi markaðsstjóra en ekki hafa menntun á þessu svið að markaðsmálin séu ekki eins mikilvæg og rannsóknir sýna þau vera. Á sama tíma eru þeir sem menntunina hafa vissir um mikilvægi þessa málaflokks. En ótal rannsóknir bæði erlendar og innlendar sýna að markaðshneigð fyrirtæki hafa umtalsvert forskot á samkeppni í gegnum markaðslega færni. Gestur Viðars Garðarssonar í Alkemistanum þessa vikuna er Friðrik Eysteinsson ráðgjafi hjámarkaðsmenn.is og aðjúnkt við Háskóla Íslands.