Um þessar mundir er að koma út ný handbók / kennslubók sem ætluð er litlum og meðal stórum fyrirtækjum sérstaklega sem heitir „Innsýn í reksturinn - skjalagangur / skráning / skipulag bókhalds“ Bókin er rituð til þess að auðvelda stjórnendum í litlum og meðalstórum fyrirtækjum að öðlast hæfni til þess að lesa gagnlegar upplýsingar út úr þeim upplýsingakerfum sem í notkun erum hverju sinni.
Höfundur bókarinnar dr. Gunnar Óskarsson, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands er gestur Viðars Garðarssonar í Alkemistanum þessa vikuna.