Óvíst með hvort rannsókn verði haldið áfram

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz. Tom Stockill.

Yfirmaður efnahagsbrotadeildarbresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, David Green, mun taka ákvörðun um hvort rannsókn á Vincent Tchenguiz í tengslum við fall Kaupþings verði haldið áfram fyrir 18. júní. Hann mun einnig leggja fram gögn sem hald var lagt á í húsleit hjá Vincent Tchenguiz. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SFO lagði fram fyrir dómi í Lundúnum í dag. Bloomberg fréttastofan greinir frá þessu.

Vincent og bróðir hans, Robert Tchenguiz, óskuðu eftir því að dómari færi yfir ástæður þess að þeir voru handteknir í mars í fyrra af SFO í tengslum við Kaupþingsrannsókn stofnunarinnar. Hafa þeir bræður farið fram á 100 milljónir punda í bætur vegna handtökunnar. 

Lögmaður Vincent Tchenguiz, Peter Goldsmith, segir í samtali við Bloomberg að yfirlýsing SFO bendi til þess að SFO muni hætta rannsókninni. Ekki séu nein rök fyrir áframhaldandi rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK