Stærstu iðnríkin gætu þurft að beita „feikilegu valdi“

Framkvæmdastjóri OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, segir að helstu iðnríki heims, gætu þurft að beita „feikilegu valdi“ til að sigrast á skuldavandanum í Evrópu.

G20, ráðstefna tuttugu helstu iðnríkja heims, fer fram í Mexíkóborg eftir helgi. Eitt helsta umræðuefnið ráðstefnunnar er fjármálavandinn í Evrópu sem hefur m.a. orðið til þess að nokkur lönd hafa orðið að fá lán fyrir skuldum sínum frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

 Framkvæmdastjóri OECD, Angel Gurria, segir að aðgerðir á evrusvæðinu hafi ekki verið nægilega samhæfðar.

Hann segir að Evrópa hafi þær grunnstoðir sem til þurfti til að takast á við vandamálið en að þær hafi ekki verið notaðar á réttan hátt af þeim sem með völdin fari. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í tilefni G20-ráðstefnunnar.

Búist er við því að fulltrúar Evrópu á ráðstefnunni, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía, verði í eldlínunni og að þess verði krafist að álagi vegna skuldavandans verði dreift betur til að minnka þann þrýsting sem Spánn og Grikkir eru undir.

Gurria segir að hagkerfi heimsins sé að hægja á sér og ef ekki verði tekist á við vandann, sem m.a. sé tilkominn vegna evrunnar, í sameiningu gætu G20 ríkin þurft að beita „feikilegu valdi“ til að ná tökum á ástandinu.

Efnisorð: evrukreppan OECD
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK