Hætta rannsókn á Vincent Tchenguiz

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz. Tom Stockill.

Efnahagsbrotadeild breska lögreglunnar, Serious Fraud Office, mun væntanlega tilkynna í dag að hætt verði við rannsókn á kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz í dag.

Í frétt breska blaðsins Telegraph kemur fram að væntanlega muni SFO jafnframt greina frá því hvað misfórst við rannsóknina. Hins vegar er ekki talið að hætt verði við rannsókn á yngri bróður hans, Robert, að svo stöddu.

Bræðurnir voru handteknir á síðasta ári og húsleit gerð á heimilum þeirra og skrifstofum í tengslum við rannsókn SFO á viðskiptum þeirra við Kaupþing. Miðaði leitin að því að finna skjöl sem tengdust lánum bankans árið 2008 til Tchenguiz Family Trust upp á margar milljónir punda skömmu fyrir fall bankans.

Hélt SFO því fram að Tchenguiz hefði sett fasteignasafn að veði en að virði þess hefði verið falsað þegar deildin óskaði eftir heimild til húsleitar. Þessum ásökunum hafa bræðurnir alltaf neitað.

Lögmenn SFO og bræðranna eiga að hafa eytt mánuðum í að reyna að komast að samkomulagi um að hætta rannsókninni.

Á SFO að hafa farið fram á að Tchenguiz létu 50 milljónir punda renna til góðgerðastarfsemi og þá yrði málinu gegn þeim lokað. Hins vegar tókst ekki að ná samkomulagi þar að lútandi.

Heimildir Telegraph herma að forstjóri SFO, David Green, muni skýra mál stofnunarinnar gegn Vincent Tchenguiz í dag og fara þar yfir þau mistök sem gerð voru á rannsókninni á hlut hans í tengslum við fall Kaupþings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK