Rannsókn á Vincent Tchenguiz hætt

Vincent Tchenguiz, kaupsýslumaður.
Vincent Tchenguiz, kaupsýslumaður. Ljósmynd/Tom Stockill

Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph greinir frá því í dag að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hafi hætt rannsókn á kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz en hann og bróðir hans Robert voru handteknir á síðasta ári og húsleit gerð á heimilum þeirra og skrifstofum í tengslum við rannsókn SFO á viðskiptum þeirra við Kaupþing í aðdraganda bankahrunsins hér á landi.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Tchenguiz í dag að hann hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og ítrekað útskýrt fyrir SFO að stofnunin hefði hann fyrir rangri sök en rannsókninni hefði engu að síður verið haldið til streitu vegna þrjósku. Mannorð hans og fyrirtækja hans hefði beðið mikinn skaða af málinu.

Fram kemur í fréttinni að búist sé við að yfirmaður SFO, David Green, muni síðar senda frá sér tilkynningu þar sem greint verði frá þeim mistökum sem gerð voru við rannsókn málsins.

Frétt Daily Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK