Þjóðverjar fjárfesta í Sviss

Margir Þjóðverjar kjósa að fjárfesta í Sviss til að koma …
Margir Þjóðverjar kjósa að fjárfesta í Sviss til að koma fjármagni sínu í öruggt skjól frá evrunni. Reuters

Svissnesk fjárfestingarfyrirtæki hvetja nú Þjóðverja til að koma fjármagni sínu í öruggt skjól með fasteignakaupum í Sviss. Auglýsingar sem lýsa óvissuástandi í efnahagsmálum Evrópu og veikri stöðu evrunnar hafa birst í þýskum fjölmiðlum, meðal annars Die Welt. Auglýsendur eru svissnesk fyrirtæki.

Svo virðist sem nokkur fjöldi Þjóðverja fylgi þessum ráðum því húsnæðisverð hefur hækkað hratt í Sviss að undanförnu. Ástæðan er sögð vera umrædd fasteignakaup Þjóðverja.

Fréttavefurinn The Local hefur það eftir Phillipe Müller, einum eiganda Kuoni, Müller & Partner í Sviss, að svo virðst vera sem Þjóðverjar séu reiðunúnir til að greiða hærra verð fyrir fasteignir í Sviss en í Þýskalandi.

Vinsæl svæði til fjárfestinga eru miðbæir Genfar og Zürich auk hverfa við Genfarvatn. Þar má finna fasteignir sem seljast á nokkra milljarða íslenskra króna.

Flest bendir til þess að kaupendurnir hugsi um fasteignakaupin sem langtímafjárfestingu. Kaupendur eru margir hverjir vellauðugir og eiga jafnvel mikið af lausu fé sem þeir vilja forða í skjól af ótta við hrun evrunnar.

Frá Zürich í Sviss
Frá Zürich í Sviss Reuters
Efnisorð: evrukreppan
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK