Markaðir í Evrópu tóku nokkra niðursveiflu í dag í kjölfar frétta um að Spánn hefði óskað eftir aðstoð Evrópusambandsins til að styðja við bankakerfið. Við lokun markaða í Grikklandi hafði orðið 6,84% lækkun þar sem hlutabréf í stærsta banka landsins, National Bank of Greece, lækkuðu um 14,97% og í næst stærta bankanum, Alpha, um 18,40%.
Í lok vikunnar munu leiðtogar Evrópusambandsríkja funda í Brussel þar sem aðstoðarbeiðni Grikklands verður meðal annars endurskoðuð og er hugsanleg niðurstaða þess fundar talin hafa hrætt fjárfesta. Hin nýja ríkisstjórn Grikklands hefur óskað eftir að slakað verði á skilyrðum fyrir aðstoðinni meðal annars með að fresta uppsögnum í opinbera geiranum um 2 ár og slaka á kröfum um að draga úr fjárlagahallanum.
Á Ítalíu var 4,02% lækkun við lokun markaða og á Spáni var lækkunin 3,67%
Aðrir markaðir í Evrópu lækkuðu einnig og fór FTSE 100 í London niður um 1,14%, DAX í Frankfurt um 2,09% og CAC í París niður um 2,24%