Samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar er það aðeins tímaspursmál hvenær í dag Kýpur muni óska eftir aðstoð frá Evrópusambandinu til að styðja við bakið á bönkum landsins. Kýpur myndi með því fylgja í fótspor Spánar sem sótti um aðstoð fyrr í dag. Í kjölfarið hafa hlutabréf bæði í Evrópu og Bandaríkjunum lækkað.
Í morgun lækkað greiningarfyrirtækið Fitch lánshæfiseinkunn Kýpur í svokallaðan ruslflokk, BB+ með neikvæðum horfum úr BBB-.