Mun Kýpur einnig óska eftir aðstoð?

Miklar hræringar hafa verið á mörkuðum í Evrópu í dag
Miklar hræringar hafa verið á mörkuðum í Evrópu í dag REUTERS

Samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar er það aðeins tímaspursmál hvenær í dag Kýpur muni óska eftir aðstoð frá Evrópusambandinu til að styðja við bakið á bönkum landsins. Kýpur myndi með því fylgja í fótspor Spánar sem sótti um aðstoð fyrr í dag. Í kjölfarið hafa hlutabréf bæði í Evrópu og Bandaríkjunum lækkað.

Í morgun lækkað greiningarfyrirtækið Fitch lánshæfiseinkunn Kýpur í svokallaðan ruslflokk, BB+ með neikvæðum horfum úr BBB-.

Efnisorð: land:spánn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK