Órói síðustu daga á mörkuðum í Evrópu höfðu áhrif á vexti ríkisskuldabréfa í útboði á Spáni og Ítalíu í dag. Á Spáni þrefölduðust næstum því vextir á þriggja mánaða bréfum og fóru úr 0,846% upp í 2,362%. Þessir háu vextir leiddu til mikils framboðs af lánsfé og var samþykkt að kaupa bréf fyrir 3,077 milljarða evra í stað 2-3 milljarða sem hafði verið stefnt að. Á Ítalíu fóru vextir á 2 ára bréfum úr 4,037% upp í 4,712% og á 4 ára bréfum úr 4,39% í 5,20%.
Talið er að þessar hækkanir megi rekja til svartsýni fjárfesta með útkomu á mikilvægum fundi Evrópuleiðtoga á fimmtudaginn og er jafnvel farið að spá fyrir því að Ítalía gæti orðið næst í röðinni eftir að Spánn bað um aðstoð í gær. Skuldir Ítalíu nema um 120% af vergri landsframleiðslu.
Fjárfestar fylgjast því spenntir með skuldabréfaútboðum seinna í vikunni, en á morgun mun Ítalía reyna að afla 9 milljarða evra með útgáfu 6 mánaða skuldabréfa og 5,5 milljarða á fimmtudaginn í 5 og 10 ára skuldabréfum.