Marel 20 ár á markaði

Marel
Marel

Marel fagnar í dag 20 ára skráningarafmæli, en félagið var skráð á markað 29. júní 1992. Síðan þá hefur starfsmönnum fjölgað mikið og starfa nú um 4000 manns hjá fyrirtækinu, þar af 480 á Íslandi. Markaðsvirði félagsins hefur frá skráningu tæplega sextíufaldast og er í dag stærsta skráða fyrirtæki landsins ef horft er til markaðsverðmætis.

Sigursteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels, þakkar kraftmiklu starfsfólki, nýsköpun og góðu aðgengi að fjármagni á hlutabréfamarkaðinum um stöðu félagsins í dag „Það var lykilatriði að skrá Marel á markað á sínum tíma og markaðurinn hefur þjónað þörfum félagsins vel í þessi 20 ár. Við erum nú með yfir 2.200 hluthafa og sumir hverjir hafa fylgt félaginu frá upphafi. Þegar félagið var skráð vorum við með starfsemi í Kanada og Bandaríkjunum en nú er Marel með starfsemi um allan heim“.

Á þessum tímamótum hittir þannig á að Marel er að opna nýja starfsstöð á Dalvík þar sem verða tveir starfsmenn, en fyrir er starfstöð á Akureyri með tveimur starfsmönnum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK