Peugeot segir upp 10.000 manns

Peugeot
Peugeot Sigurgeir Sigurðsson

Franski bílaframleiðandinn Peugeot mun jafnvel segja upp 10.000 starfsmönnum að sögn formanns stéttarfélagsins Force Ouvrier í Frakklandi.

Leiðtogar annarra stéttarfélaga vildu ekki staðfesta tölurnar. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið loki verksmiðjum sínum í Norður-París auk þess að skera niður rekstur annars staðar. Frekari fundir Peugeot og verkalýðsfélaga eru áætlaðir um miðjan júlí, en áður hafði verið gert ráð fyrir að um 4000 starfsmönnum yrði sagt upp.

Sala á nýjum bílum í Frakklandi hefur dregist saman um 17,2% á fyrstu 5 mánuðum ársins en eftir þessar nýjustu fréttir í morgun hækkuðu bréf Peugeot um 3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK