Flugvélar á 60% afslætti

Líklegt er að Boeing 787 Dreamliner vélarnar verði seldar með …
Líklegt er að Boeing 787 Dreamliner vélarnar verði seldar með töluverðum afslætti. AFP

Þessa dagana stendur yfir söluráðstefna í Farnborough í Bretlandi þar sem allir stærstu aðilar flugiðnaðarins eru saman komnir til að sýna nýjungar og búa til viðskiptasambönd. Stærstu fréttirnar frá sýningum sem þessum eru þó tilkynningar um stórkaup á flugvélum fyrir mörg hundruð milljarða í hvert skipti þar sem upp í hundrað vélar eru keyptar í einu.

Flugvélaframleiðendurnir Boeing, Airbus og Bombardier ertu stærstir á þessum markaði og eru duglegir við að segja frá stórum sölum á hverjum degi. Ekki er þó víst að þessar tölur standist nánari skoðun og segir í frétt Wall Street Journal að það sé eitt af stóru viðskiptaleyndarmálunum að enginn borgi þessar uppgefnu tölur og að flugfélögin séu að fá 20-60% afslátt. Það fer allt eftir stærð pantana, eftirspurn, hvort um fyrirframpöntun á nýjum vélum sé að ræða eða tegund flugvéla hver afslátturinn sé, en almennt sé horft á tæplega helmings afslátt.

Á síðustu dögum hefur t.d. verið tilkynnt um sölu Boeing á hundrað 737 vélum til GECAS á 9,2 milljað Bandaríkjadollara og sölu Airbus á 10 stykkjum af A350 vélum fyrir 3,2 milljarða Bandaríkjadollara til Cathay Pacific. Boeing bætti svo við 7,2 milljarða Bandaríkjadollara sölu á 737 MAX vélum og Bombardier var með eins milljarðs Bandaríkjadollara sölu á CS100 og CS300 vélum. 

Samtals eru þetta samningar upp á um 2.637 milljarða íslenskra króna, en ef við gefum okkur að afslátturinn sé 50% lækkar upphæðin í 1318 milljarða. Til að setja þetta í samhengi er munurinn á þessum 4 samningum um 80% af vergri landsframleiðslu íslendinga. Búast má við fleiri tilkynningum um flugvélakaup á næstu dögum og mun því þessi upphæð hækka í samræmi við það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK