Bæði spænsk og grísk stjórnvöld fengu betri vaxtakjör í nýlegum skuldabréfaútboðum miðað við fyrri útboð. Á Spáni var heildarupphæð útboðsins 3,56 milljarðar evra; kjör á 12 mánaða skuldabréfum fór úr 5,074% niður í 3,918% en 18 mánaða bréf fóru úr 5,107% niður í 4,242%. Spænska ríkisstjórnin hafði áður tilkynnt um 65 milljarða evra endurskipulagningu í opinberum fjármálum.
Í Grikklandi var safnað saman 1,6 milljörðum evra með útgáfu 3 mánaða skuldabréfa og lækkuðu vextirnir þar úr 4,31% niður í 4,28%, en Grikkir reyna nú að koma í framkvæmd aðgerðum til að standa við loforð vegna björgunarpakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum.