Iceland Express og Flexible Flights í samstarf

Iceland Express
Iceland Express

Iceland Express og Flexible Flights, sem er hluti af TUI- sérferða samsteypunni, hafa skrifað undir samstarfssamning sem er fyrsti samningur sinnar tegundar sem samsteypan gerir við íslenskt félag í flugstarfsemi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Samningurinn gefur breskum ferðamönnum tækifæri til að bóka ferðir til Íslands í gegnum öruggar gáttir ferðasöluaðila sem heyra undir TUI og Flexible Flights.

Flexible Flights er í samstarfi við mörg flugfélög og selur farmiða beint til farþega, aðallega í gegnum yfir 700 söluskrifstofur Thomson ferðaskrifstofunnar.

„Á næstu vikum munu Flexible Flights og Iceland Express fara í söluherferð hjá ferðaskrifstofum í Bretlandi með það sérstaklega að markmiði að fjölga ferðamönnum í helgarferðum yfir veturinn. Samkvæmt samningnum eru um eða yfir 700 ferðaskrifstofur komnar með beinan aðgang að bókunarkerfi Iceland Express í gegnum Amadeus,“ segir í fréttatilkynningu frá Iceland Express.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK