Nokia hækkar um 12% þrátt fyrir tap

Nokia Lumia
Nokia Lumia

Hlutabréf finnska farsímaframleiðandans Nokia sveifluðust mikið í viðskiptum í dag, en í morgun kynnti félagið ársfjórðungsuppgjörið. Niðurstaða þess var mjög slæm, eins og mbl hefur greint frá, en fréttir af góðri lausafjárstöðu og væntingar um að samstarf Nokia og Microsoft á snjallsímamarkaðinum muni auka söluna á næstu misserum urðu til þess að gengi hlutabréfanna snarhækkaði. Fóru bréfin hæst upp í um 15% frá opnun um morguninn, en döluðu þegar leið á daginn og við lokun höfðu þau hækkað um 11,67%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK