Heineken í baráttu um brugghús

Bjór
Bjór mbl.is

Hollenski bjórframleiðandinn Heineken hefur hleypt öllu upp á bjórmarkaðinum í Suðaustur Asíu með tilboði í stóran hlut bréfa í Asian Pacific Breweries (APB).  Asíska bjórframleiðandinn er með þeim stærri í álfunni og rekur yfir 30 brugghús um alla Asíu. Meðal þekktra tegunda eru Tiger og Bintang bjórarnir. Tilboð Heineken hljóðar uppá kaup á 40% hlut í félaginu, en fyrir eiga þeir hollensku 41,9%. Heildarupphæðin er 4 milljarðar Bandaríkjadollara en auk þess gætu bæst við 1,9 milljarðar vegna yfirtökuskyldu við kaupin.

Mögulegur seljandi er drykkjarframleiðandinn Fraser & Neave (F&N) sem hefur átt í yfir 80 ára samstarfi við Heineken í álfunni. F&N sögðust í fréttatilkynningu vera að meta tilboðið, en það er um 20% hærra en skráð markaðsverð bréfanna var áður en lokað var fyrir frekari viðskipti vegna yfirtökunnar.

Tilboðið er sagt sýna mikinn áhuga og ákveðna stefnu Heineken með markaðssókn í nýmarkaðsríkjum. Áður hafði taílenska fyrirtækið Kindest Place óskað eftir að kaupa 8,6% hlut í APB, en það tengist Charoen drykkjarframleiðandanum sem meðal annars bruggar Chang bjórinn. Til að flækja málin enn frekar hefur annað fyrirtæki tengt Charoen, Thai Beverage boðist til að kaupa 22% hlut í F&N. Það stefnir því í mikið kapphlaup um hinn ört stækkandi áfengismarkað í álfunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK