Valencia sækir um aðstoð

AFP

Stjórnvöld í spænska héraðinu Valencia á austurströnd Spánar hafa formlega óskað eftir efnahagslegri aðstoð frá ríkisstjórninni. Ekki var gefið upp hver upphæð beiðninnar væri, en sótt er um í nýjan sjóð sem stofnaður var til að aðstoða héruð í fjárhagsvandræðum. Valencia er eitt af skuldugari héruðum landsins og hefur átt erfitt með að borga af skuldbindingum sínum. Í fyrra þurftu nemendur í sumum skólum héraðsins að mæta með teppi og húfur þar sem hitareikningar voru ekki greiddir og lokað var fyrir rafmagnið.

Í yfirlýsingu vegna málsins kom fram að „Valencia, eins og önnur héruð, væri að þjást vegna lausafjárskorts á mörkuðum sem væri afleiðing efnahagsástandsins“ og væri markmið lánsins að dæla lausafé inn í samfélagið.

Valencia er eitt af 17 héruðum á Spáni og sjá þau um t.d um heilbrigðis- og menntamál. Er þeim kennt stærstan hluta þess að ekki gekk eftir að minnka fjárlagahallann á síðasta ári niður í 6% heldur var hann 8,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka