Spánn bannar skortsölu

Miklar lækkanir hafa verið í Evrópu síðustu daga.
Miklar lækkanir hafa verið í Evrópu síðustu daga. AFP

Fjármálaeftirlitsaðilar á Ítalíu og Spáni hafa bannað skortsölu í eina viku frá og með deginum í dag. Ítalía reið á vaðið og setti bannið á til að minnka líkur á að skuldavandi Spánar myndi draga Ítalíu niður. Í kjölfarið hefur ríkisstjórn Spánar einnig gefið út bann við skortsölu sem gildir til loka föstudagsins.

Ítalía hafði áður bannað skortsölu, en aflétti því þann 24. febrúar síðastliðinn. Bæði er um að ræða skortsölu þegar einstaklingur á í undirliggjandi hlutabréfum og þegar hann á ekki í þeim. Hið síðarnefnda var reyndar ekki leyft aftur í febrúar og heldur því áfram að vera bannað.

Yfirmaður hjá spænska fjármálaeftirlitinu sagði að „óstöðugleikinn sem skekur evrópska markaði gæti haft áhrif á jafnvægisstillandi áhrif þeirra [skortsölu]“, það hefði því verið ákveðið að setja tímabundið bann á.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK