Lækkandi olíuverð vegna efnahagsvanda

Olíuverð fer lækkandi á heimsmarkaði
Olíuverð fer lækkandi á heimsmarkaði Friðrik Tryggvason

Aukinn efnahagsvandi evruríkjanna hefur í dag orsakað lækkun olíuverðs í heiminum. Tunnan af Brent-Norðursjávarolíu lækkaði um 4,10 Bandaríkjadali og stendur nú í 102,73 dollurum, á sama tíma og verð á olíu í New York fór niður um 3,74 dollara og stendur í 88,09 dollurum.

Hefur olíuverð farið lækkandi síðan á föstudaginn, en þar á undan hafði verið nokkur hækkun og var heimsmarkaðsverðið í tveggja mánaða hámarki á fimmtudaginn. Var ótraustu ástandi í Mið-Austurlöndum kennt um þá hækkun.

Hlutabréf um allan heim hafa í dag lækkað vegna vaxandi ótta við að Spánn þurfi neyðaraðstoð. Ítalía og Grikkland hafa einnig verið undir smásjánni, en Ítalía bannaði í dag skortsölu ásamt Spáni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK