Matsfyrirtækið Moody's varar við neikvæðum efnahagshorfum í Þýskalandi, Hollandi og Lúxemborg. Slíkt mat fyrirtækisins er fyrsta skref í hugsanlegri lækkun á lánshæfiseinkunn landanna.
Moody's segir að löndin, sem öll eru í efsta þrepi einkunnastigans, séu í hættu á að verða fyrir áhrifum af vanda sem steðjar að evrusvæðinu, m.a. vegna þess að Grikklandi ætli hugsanlega að kasta evrunni.