„Strangleiki grískra lánadrottna á alþjóðamarkaði mun leiða til félagslegs- og efnahagslegs hruns“ að mati Alexis Tsipras, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Grikklandi og róttæks vinstri manns. Á fundi með samsteypuflokknum SYRIZA sagði hann að í september yrði nóg komið og að ómögulegt væri að stýra frá hruni þá.
Hann kallaði eftir neyðarfundi evrópskra ríkja til að ræða um gríska skuldavandann sem enn hefur áhrif á alþjóðlega markaði. „Vandamál Grikklands er ekki bara vandamál landsins, heldur partur af evrópsku vandamáli“.
Á morgun munu eftirlitsmenn frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og evrópska seðlabankanum koma til Grikklands til að yfirfara stöðu ríkisfjármála sem mun ákvarða hvort Grikkir fái næsta skammt af neyðarláni í september. Gríski fjármálaráðherrann, Yannis Stournaras viðurkenndi í síðustu viku að Grikkir væru enn eftir á með áætlanir um niðurskurð og að draga úr fjárlagahallanum.
Flokkur Tsipras varð annar stærsti flokkur Grikklands eftir kosningarnar í júní, en þar börðust þeir fyrir því að samþykkja ekki þær áætlanir sem fyrri ríkisstjórn og lánadrottnar höfðu gert um efnahagsaðgerðir. Vildi Tsipras frekar að lánadrottnar slökuðu á kröfum sínum og að aðhaldsaðgerðum yrði frestað.