Verðfall í Asíu vegna ástandsins á Spáni

AFP

Fjárfestar eru óttaslegnir vegna efnahagsástandsins á Spáni. Evran hefur ekki verið lægri gegn japanska jeninu í 12 ár og þá varð mikil lækkun á mörkuðum í Asíu.

Verð á hlutabréfum í kauphöllinni í Tókýó lækkaði um 1,86%, í Sydney nam lækkunin 1,67% og 1,84% í Seúl.

Fjárfestar óttast að Spánverjar muni þurfa að feta í fótspor Grikkja, Portúgala og Íra og óska eftir neyðaraðstoð, en lántökukostnaður Spánar er sagður við hættumörk. 

Mest lækkun varð í kauphöllinni í Hong Kong en hún nam 2,99%. Í Sjanghæ var lækkunin 1,26%

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka