Apple hagnaðist um 8,8 milljarða dala

AFP

Tölvufyrirtækið Apple skilaði 8,8 milljörðum dala í hagnaði á öðrum ársfjórðungi eða um 1.100 milljörðum íslenskra króna. Spjaldtölvan iPad á mesta heiðurinn af hagnaðinum.

Apple segir að tekjur á öðrum ársfjórðungi hafi verið 35 milljarðar dala sem er ekki í samræmi við þær væntingar sem gerðar voru á Wall Street, þrátt fyrir að salan á iPad hafi tvöfaldast og um 28% fleiri iPhone-símar selst miðað við sama tímabil í fyrra.

Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast gríðarlega ánægðir með söluna á spjaldtölvunni, hún hafi selst í 17 milljónum eintaka á síðasta ársfjórðungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK