Bréf í Evrópu lækka áfram

Það varð lækkun í flestum kauphöllum Evrópu í dag.
Það varð lækkun í flestum kauphöllum Evrópu í dag. AFP

Það var áfram lækkun á mörkuðum í Evrópu, en tiltrú fjárfesta virðist ekki vera mikil eins og mál standa. Í gærkvöldi varaði greiningarfyrirtækið Moody's við neikvæðum efnahagshorfum í Þýskalandi, en það auk frétta um að fleiri héruð á Spáni þurfi hugsanlega neyðarlán ýtti verði niður.

FTSE 100-vísitalan í London lækkaði um 0,63% og DAX 30 í Frankfurt um 0,45% á sama tíma og CAC 40 í París fór niður um 0,87%. Á Spáni og Ítalíu varð lækkunin enn meiri og fór vísitalan í Mílanó niður um 2,71% og IBEX 35 í Madrid lækkaði um 3,58%. FTSE-vísitalan í Aþenu hækkaði aftur á móti um 0,43% eftir mikla lækkun síðustu daga.

Efnisorð: hlutabréf
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK