Spænska héraðið Katalónía mun þurfa á fjárhagsaðstoð að halda frá neyðarsjóði ríkisins. Þetta kom fram í máli fjármálaráðherra Katalóníu í viðtali á BBC í dag. Sagði fjármálaráðherrann, aðspurður hvort héraðið þyrfti aðstoð: „Já. Staðan er þessi: Katalónía getur ekki leitað til annarra banka en til spænsku ríkisstjórnarinnar. Svona er lífið. Allir þekkja stöðuna á markaðinum.“
Fyrir helgi hafði annað spænskt hérað, Valencia tilkynnt að það myndi sækja um aðstoð.