Samsung fær að selja spjaldtölvur

Nýjasti Samsung Nexus síminn
Nýjasti Samsung Nexus síminn AFP

Suðurkóreski raftækjarisinn Samsung vann mikilvægan sigur í máli Apple gegn fyrirtækinu varðandi sölu á spjaldtölvum í Þýskalandi. Fyrr hafði dómari úrskurðað að Samsung væri ekki heimilt að selja Galaxy Tab 7,7 þar sem hönnunin bryti á höfundarrétti Apple, en í dag komst dómarinn að því að með breytingum á hönnun væri Galaxy Tab 10,1N-spjaldtölvan orðin nægjanlega ólík iPad-spjaldtölvu Apple. Dómurinn staðfesti aftur á móti fyrri ákvörðun um að Galaxy Tab 7,7 hefði brotið höfundarréttarlög og ekki mætti því selja hana.

Apple höfðaði málið fyrst í apríl í fyrra vegna Galaxy-spjaldtölva og Nexus-farsíma og sakaði Samsung um að herma eftir hönnun iPad- og iPhone-vörulínanna. Samsung hefur í málaferlunum aðallega reynt að benda á mun í tækni tækjanna en ekki reynt að verja líkindi í hönnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK