Velta Marel á öðrum ársfjórðungi nam 186,5 milljónum evra, sem er 15,2% aukning samanborið við sama tímabil árið 2011. Rekstarhagnaður var 6,5% af veltu á öðrum ársfjórðungi sem er undir markmiði félagsins um 10-12% á árinu. Minni hagnað má rekja til aukins kostnaðar við framkvæmd ýmissa verkefna, aukinna umsvifa í kjölfar áframhaldandi vaxtar og óhagstæðri samsetningu seldra vara. Sé litið á fyrstu sex mánuði ársins er rekstrarhagnaður (EBIT) 9% af veltu og rekstrarmarkmið félagsins er óbreytt 10-12%.
Á öðrum ársfjórðungi er skipting tekna eftir landssvæðum í góðu jafnvægi, segir í tilkynningu frá félaginu. Stór verkefni voru í Brasilíu, Tyrklandi, Bandaríkjunum, Suður-Afríku og Rússlandi. Tekjuskipting á milli fisk-, kjúklinga- og frekari vinnslu er jafnframt góð.
Í tilkynningu frá félaginu koma eftirtaldir punktar fram:
- Tekjur á 2. ársfjórðungi 2012 námu 186,5 milljónum evra, sem samsvarar 15,2% aukningu samanborið við sama tímabil árið 2011 [161,9 milljónir evra].
- EBITDA var 18,6 milljónir evra, sem er 10,0% af tekjum [Q2 2011 leiðrétt: 20,9 milljónir evra].
- Rekstrarhagnaður (EBIT) var 12,2 milljónir evra, sem er 6,5% af tekjum [Q2 2011 leiðrétt: 15,0 milljónir evra].
- Hagnaður eftir skatta nam 7 milljónum evra [Q2 2011: 0,2 milljónir evra. Hagnaður á hlut (e. basic EPS) var 0,96 evru sent [Q2 2011: 0,03].
- Sjóðstreymi er áfram traust og hreinar vaxtaberandi skuldir voru 262 milljónir evra í lok fjórðungsins samanborið við 248,8 milljónir evra í lok 2. ársfjórðungs 2011.
- Staða pantanabókar Marel er áfram góð í lok fjórðungsins og nemur 182,6 milljónum evra samanborið við 169 milljónir evra í lok annars ársfjórðungs 2011.
9% EBIT framlegð á fyrri hluta ársins
- Tekjur námu 371,3 milljónum evra á fyrri hluta árs 2012, sem er 17,7% aukning samanborið við sama tímabil árið 2011 [1H 2011: 315,4 milljónir evra].
- Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 33,3 milljónum evra á fyrri hluta árs, sem er 9% af tekjum [1H 2011 leiðrétt: 32,1 milljón evra].
- Hagnaður eftir skatta nam 20,1 milljón evra á fyrri hluta árs [1H 2011: 9 milljónir evra.