HSBC greiðir sekt vegna peningaþvættis

HSBC
HSBC AFP

Fjármálaeftirlit Mexíkó hefur sektað breska bankann HSBC um 27,5 milljarða Bandaríkjadollara fyrir að hafa tekið þátt í peningaþvætti. Segir eftirlitið að bankinn hafi tilkynnt of seint um 1729 óvenjulega færslur, hann hafi alls ekkert tilkynnt um 39 óvenjulegar færslur auk þess sem bankinn hafi í 21 skipti sýnt af sér stjórnunarleg mistök. 

Fyrr í mánuðinum var HSBC tengt við annað peningaþvættismál og sakað um að hafa gefið stjórnvöldum í Íran, hryðjuverkasamtökum og eiturlyfja gengjum greiðari aðgang að Bandarísku fjármálakerfi og aðstoðað við að fela slóð peninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK