90% líkur á að Grikkir segi skilið við evruna

Gyðjan Aþena horfir á gríska fánann blakta við hún.
Gyðjan Aþena horfir á gríska fánann blakta við hún. AFP

Bandaríski bankinn Citigroup telur það mun líklegra en áður að Grikkland segi skilið við evruna. Spáir bankinn því núna að 90% líkur séu á því að Grikkir segi sig frá evrunni á næstu 12-18 mánuðum og að 75% líkur séu á því að það gerist á næstu 6 mánuðum. 

„Fyrir grísku kosningarnar voru troika-aðilarnir [gælunafn notað um evrópska seðlabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins] tilbúnir að vera þolinmóðir þótt farið væri af leið og bjuggust við að kosningarnar myndu skapa ríkisstjórn sem væri tilbúin að koma hagræðingarferlinu aftur á braut,“ sagði Michael Saunders, aðalhagfræðingur Vestur-Evrópuhluta Citigroup, í samtali við Bloomberg-fréttaveituna, en bætti við að það væri núna „ljóst að þær vonir væru brostnar.“ 

Er talið að ástandið á Ítalíu og Spáni muni draga úr vilja annarra evruríkja til að veita neyðaraðstoð. Miðað við vilja og getu grískra yfirvalda til að draga úr ríkisútgjöldum virðist vera um óbrúanlega gjá að ræða milli þeirrar aðstoðar sem sé í boði og þess sem Grikkland muni þurfa ef ekki kemur til frekari aðhaldsaðgerða. 

Efnisorð: Citigroup evra Grikkland
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka